Karlalið FH mætir í Mýrina og etur kappi við Stjörnuna á morgun kl 16 í
N1 deild karla. FH náði frábærri endurkomu sl. sunnudag í bikarnum
eftir dapran gegn Gróttu í deildinni.

Stjörnumenn eru með ágætislið og hafa oft á tíðum verið óheppnir í leikjum sínum í vetur en liðið vermir næstneðsta sæti deildarinnar.

FHingar eru hvattir til að mæta í Mýrina í Garðabæ síðdegis á morgun og horfa á góðan handboltaleik. Strákarnir þurfa þinn stuðning!

Við erum FH!