Framarar mæta í krikann annað kvöld í lokaleik fyrstu umferðar N1 deildar karla. Í tilefni af því náði FH.is tali af Einari Andra Einarssyni, þjálfara FH. Samkvæmt Einari er ekkert annað en sigur sem kemur til greina en Framarar hafa ekki gert stóra hluti í vetur og nýlega var þjálfara þeirra Viggó Sigurðssyni vikið úr starfi. Gefum Einari orðið:

Jæja Einar hvernig leggst leikurinn í þig á fimmtudag?

Hann leggst mjög vel í mig, strákarnir geta ekki beðið eftir því að fá að sýna sig og sanna í Krikanum eftir leikinn gegn Gróttu. Okkar langar virkilega að sýna okkar fólki hvað í okkur býr á heimavellii.


Talandi um Gróttu leikinn hvað klikkaði þar?

Það er erfitt að segja. Við höfum verið að spila mjög góða vörn allt tímabilið nema í þessum leik. Ég held að menn hafi bara einfaldlega ætlað sér of stóra hluti og gleymt því sem skipitr mestu máli það er vörn og markvarsla. Allir leikmenn ætluðu að skora 10 mörk og við fórum einfaldlega framúr okkur.

Nú voru Frammarar að skipta um þjálfara í vikunni hvaða áhrif telurðu að það hafi á þá?

Þetta hefur einfaldlega þá þýðingu að Frammarar koma alveg brjálaðir til leiks. Yfirleitt hafa þjálfaraskipti þannig áhrif á leikmenn að þeir fara upp á tærnar, þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara og menn verða kannski svolítið óöryggir. Frammarar eru líka með alltof gott lið til að vera í þeirri stöðu sem þeir eru. Það yrði mjög slæmt fyrir þá að tapa þessum leik. Það er því ljóst að þeir nálgast þennan leik sem algeran úrslitaleik fyrir framhaldið. Við teljum okkur þekkja þeirra hugarárstand og munum reyna að koma inn af sama krafti og þeir.

Hversu mikilvægur er þessi leikur fyrir FH?
Þessi leikur gefur tvö stig, tvö mjög mikilvægt stig upp á framhaldið. Þetta er síðasti leikurinn í fyrstu umferð og það verða að teljast vonbrigði hjá okkur ef við klárum hana ekki með 9 stig. Við erum því undir pressu að standa okkur. Við ætlum okkur að vera í toppbaráttu og við getum því ekki verið að gefa stig á heimavelli.

Nú hefur FH liðið spilað vel í síðustu tveimur leikjum, sigrar gegn Akureyri og Stjörunni, á ekki bara að byggja á því?
Jú það er stefnan. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að sigra leiki. Spila sterka vörn, fá markvörslu og berjast eins og skepnur. Það var uppleggið í síðustu tveimur leikjum og verður áfram.

Nú meiddust nokkrir leikmenn í síðustu leikjum hvernig er staðan á því og öðrum meiddum leikmönnum?
Siggi Ágústar verður að öllum líkindum ekkert með í vetur, ég reikna með að Hjörtur fari að færa sig meira í salinn á næstu vikum, Bjarni er meiddur á hásin og gæti verið frá í nokkrar vikur. Ási meiddist á ökkla gegn Stjörnunni og verður eitthvað fŕa. Össi ætti að spila á fimmtudag eins og Gummi. Svo er Hermann nýkominn inn í þetta aftur og lítur mjög vel út.

Hvernig líst þér annars á veturinn?

Mér líst mjög vel á framhaldið. Það er mikill vilji í hópnum til að standa sig og við munum standa okkur í vetur. Annað sem mig langaði að minnast á. Umgjörðin í kringum handboltann hjá FH er orðinn alveg mögnuð. Ég vill koma á framfæri þakklæti við allt það fólk sem leggur hönd á plógin við að gera þetta að því sem það er í dag. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu gríðarlega gott starf er unnið og vonandi höldum við áfram á sömu braut, bæði innan og utan vallar.

Viltu koma einhverjum skilaboðum á stuðningsmenn FH?
Já, strákarnir eru staðráðnir í að standa sig vel í vetur og við munum l