Karlalið FH mætir Gróttu á heimavelli fimmtudaginn12. nóvember í N1 deild karla. Gróttumenn hafa verið sprækir í byrjun móts og eru sýnd veiði en ekki gefin.

FH liðið vill að sjálfsögðu koma sér á beinu brautina aftur eftir að hafa legið fyrir erkifjendunum um helgina en liðið hefur annars byrjað mótið mjög vel.

Gróttumenn eru með nokkuð sprækt lið með ungal leikmenn innanborðs í bland við gamla refi eins og Halldór Ingólfs, Jón Karl, Hjalta Pálma og fleiri. Því þarf FH liðið klárlega á góðum leik að halda til að fara með sigur af hólmi.

Mætum öll og styðjum FH liðið á okkar heimavelli. 

Áfram verður haldið með þá nýbreytni að selja grillaða hamborgara á góðu verði og byrjar það kl. 18:15.  Með grillspaðana á lofti verða engir aðrir en meiðslapésarnir Hjörtur Hinriksson og Sigurður Ágústsson. Einnig verður tónlistaratriði fyrir leik.  Það er því um að gera að mæta tímanlega, fá sér að borða og hlusta á góða tónlist  og enda á skemmtilegum leik.

Mætum öll og styðjum við strákana okkar!

Við erum FH!