Stelpurnar eiga í kvöld leik við HK í 16-liða úrslitum Bikarkeppninnar.   

Leikurinn fer fram í Digranesi og hefst kl. 18:30.   

Liðin mættust fyrir skömmu í N1 deildinni þar sem FH fór með öruggan sigur af hólmi.  En þetta er Bikarinn og þar getur allt gerst eins og við vitum.  Því hvetjum við alla til að mæta í Digranesið og hvetja stelpurnar áfram í næstu umferð.

 Áfram FH