Muggurum, öðrum árskortshöfum, handhöfum HSÍ korta og fjölmiðlafólki er bent á að nauðsynlegt er að setja sig í samband við miðasölu á leikjum í Kaplakrika með kort sín til að ná sér í aðgangsmiða.
 
Ástæða þessa er að dyravarsla hefur verið tekin föstum tökum á leikjum FH í vetur og hefur sú einfalda regla verið sett að ekkert nema aðgangsmiði veitir aðgang að leikjum.
 
Við vonum að stuðningsmenn og fjölmiðlafólk sýni þessu góðan skilning.
 
Stjórn handknattleiksdeildar