FH gerði frábæra ferð í Garðabæinn og gjörsigraði lið Stjörnunnar 18-29.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik tók FH liðið öll völd og kláruðu leikinn mjög sannfærandi. Bestu menn liðsins voru Ólarnir tveir, Guðmunds og Gústafs og Ási.

Liðið hefur því plantað sér aftur í toppbaráttuna og situr í 2. til 4. sæti ásamt Haukum og Akureyri. Haukar eiga þó tvo leiki til góða.

FH liðið hefur því átt tvo mjög góða leiki í röð í bikar og deild og með þessari spilamennsku og góðum stöðugleika í leik sínum eru liðinu allir vegir færir.

Áfram FH!