Davíð Þór Viðarsson fyrirliði meistaraflokks karla varð í gær valinn íþróttamaður FH.

,,Davíð Þór varð m.a. Íslands- og Deildameistari 2009 með Meistaraflokki FH í knattspyrnu þar sem hann var fyrirliði. Einnig hefur hann verið A landsliðsmaður Íslands síðastliðið keppnistímabil. Hann tók þátt í Evrópukeppni félagsliða á tímabilinu með FH. Davíð Þór er einn besti knattspyrnumaður landsins og mikil og góð fyrirmynd ungra íþróttamanna.

Hanna G. Stefánsdóttir handboltakona úr Haukum var svo valin íþróttakona Hafnarfjarðar.

Frétt og mynd af www.mbl.is