Fyrsta mótið sem telur til stiga á Íslandsmótinu í 6. flokki karla og kvenna fór fram um helgina á Akureyri.    A-lið FH sigraði alla sína leiki hampaði því Hagkaups bikarnum og verma efsta sætið í 1. deild Íslandsmótsins í 6. flokki karla (eldra ár).  Með í för var einnig B-lið sem sýndi það og sannaði að hjá FH vantar ekki breidd því liðið spilaði í 2. deild og keppti þar eingöngu við A lið annara félaga.  B-liðið tapaði einungis einum leik og hafnaði í 3-4 sæti í 2. deild (2. sæti í sínum riðli) og var því aðeins hársbreidd frá því að keppa í 1. deild á næsta móti sem fram fer í Kaplakrika í lok janúar 2010.

Stelpurnar mættu einnig til leiks og stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir mikið mótlæti því þær voru færðar upp um deild vegna forfalla og áttu því á köflum við ofurefli að etja.  En uppúr stendur að þetta vara frábært mót og mikil skemmtun.  Áfram FH!

Ferðasaga 6. flokks karla