Áður hefur verið sagt frá því að gestkvæmt hefur verið á æfingum hjá mfl. kv.  Í gær bættist Óli Jó í hópinn og ræddi við stelpurnar og stýrði æfingu í framhaldinu.  Eins og Óla er einum lagið var allt á léttu nótunum þegar meistarinn las yfir stelpunum.  Hann hafði orð á því að sér litist vel á hópinn og hygðist fylgjast vel með hvernig gengi.  Að lokum kvatti hann stelpurnar til að leggja sig fram á undirbúningstímabilinu því að keppni efstu deild væri mun harðari helduri enn í neðri deildum.  Heimsóknin féll í góðan jarðveg hjá stelpunum sem margar eru ungar að árum og hafa litla reynslu af keppni í efstu deild.

Þess má svo geta að mfl. kv. spilar æfingaleik gegn Stjörnunni kl. 13:30 á sunnudaginn næstkomandi.  FH.is hvetur alla sem áhuga hafa að leggja leið sína í Kórinn og sjá hvernig stelpurnar standa sig.