Eins og flestir vita eigum við FH-ingar hvorki meira né minna 3 landsliðsmenn á Evrópumeistaramótinu í Austurríki, þá Loga Geirsson, Aron Pálmarsson og nýliðann Ólaf Guðmundsson.  Það er ekki laust við að FH-hjartað slái hraðar þegar þessir snillingar sjást á fjölunum en það er orðið ansi langt síðan FH átti jafnmarga landsliðsmenn og í dag.

Fh.is sló á þráðinn til Óla í gær og heyrði aðeins í honum hljóðið. 


Til að byrja með væri gaman að fá smá innsýn í líf ykkar stórstjarnanna á svona móti.  Hvernig gengur típískur dagur fyrir sig hjá íslenskum landsliðsmanni á Evrópumótinu í handbolta? 
 

 Það fer nú mikið eftir því hvort það sé leikur um daginn, kvöldið eða bara frí dagur.  En svona yfirleitt er mikið um fundi, bæði video og venjulega fundi þar sem farið er yfir síðasta leik eða verið að greina andstæðinginn og finna lausnir varnarlega og sóknarlega.  Síðan er létt æfing í kringum hádegið þar sem farið er betur yfir okkar leik og hvernig við ætlum að spila.  Þess á milli eru menn bara uppi á hóteli að safna kröftum og gera sig klára í næsta verkefni, bæði andlega og líkamlega með því að fara í nudd og sjúkraþjálfun. 

Nú hefur þú lítið spilað til þessa á mótinu en það hlýtur samt að vera ævintýri að fá að taka þátt í svona stóru móti og vera innan um allar helstu hetjur handboltans?  

Já þetta er bara búið að vera eitt stórt ævintýri frá upphafi, að vera 19 ára og fá að taka þátt í svona flottu móti með öllum bestu handboltamönnum heims er ekkert nema gaman. Að sjálfsögðu vill maður alltaf fá að spila og þetta er talvert annað hlutverk frá því sem ég hef hjá FH en þá verður maður bara að vera klár þegar kallið kemur og gera sitt besta . 

Hversu mikil upplifun var það fyrir ungan pjakk, nýkomin í landsliðið, að fá að koma inná í leiknum á móti Rússum?  Það hefur væntanlega verið önnur tilfinning en að ganga inn á gólfið í Krikanum!!!!!  

Jú að sjálfsögðu var þetta draumur að verða að veruleika og eitthvað sem ég er búinn að stefna á síðan ég var polli og að því leitinu til var þetta önnur tilfinning en í grunnin er þetta bara spurning um að kasta og grípa bolta. 

 Af fréttum að dæma virðist vera mikil samstaða og frábær mórall í liðinu.  Er það staðreyndin og hvernig hefur þér, nýliðanum ve