Knattspyrnudeild FH í samstarfi við KSÍ mun halda dómaranámskeið mánudaginn 1.mars kl.17.30. Gefur námskeiðið réttindi til þess að dæma sem „unglingadómari“, en það er dómgæsla og aðstoðardómgæsla í yngri flokkum í fótbolta. Talsverð fríðindi fylgja því að hafa þessi réttindi en handahafar dómaraskírteinis fá frítt inná alla leiki í Íslandsmóti í  öllum deildum. Það er alltaf mikil þörf fyrir góða knattspyrnudómara og hverjum þeim knattspyrnumanni sem hyggst reyna að ná langt á knattspyrnuvellinum sjálfum er það hollt að setja sig í spor dómarans, þekkja knattspyrnulögin og þær forsendur sem dómarar byggja ákvarðanir sínar á. Þá er það ekki síður mikilvægt fyrir foreldra og stuðningsmenn hvers félags að hafa grunnþekkingu á knattspyrnulögunum, þannig verða þeir hæfari til að miðla réttum ábendingum til ungra og eldri knattspyrnumanna. Þá er sjálfsagt að benda á að ekki er síður verið að höfða til þess að stúlkur/konur sæki knattspyrnudómaranámskeið.

Áhugasamir geta því fylgst með Pepsi deildinni  með krafti í sumar. Námskeiðið stendur yfir í 2 klukkstundir. Námskeiðið fer fram í hátíðarsal Hvaleyrarskóla. Eru allir áhugamenn um knattspyrnu og bætt gæði hjá FH hvattir til þess að mæta og leggja félaginu lið. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og er fyrir alla sem eru 15 ára og eldri. Þeir FH ingar sem hafa áhuga að sæka knattspyrnudómaranámskeið hjá félaginu geta haft samband við Steinar í síma 8957077 eða gegnum netfangið steinar@hvaleyrarskoli.is. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Nafn, heimilisfang, heimasími, GSM sími, og netfang.