Akureyri mætir í Krikann nk fimmtudag kl 18:30 í fyrsta leik FH í N1
deildinni eftir EM pásu. Frítt er á leikinn í boði Bónus gegn framvísun
kassakvittunar.


Handboltaveislan
heldur áfram!!  N1 deildin fer strax af stað og fyrir okkur FH-inga fer hún af
stað með látum.  Framundan eru tveir stórleikir í Krikanum á aðeins 5 dögum.  Á
fimmtudaginn fáum við Akureyri í heimsókn og svo mæta þeir rauðklæddu úr
úthverfinu á
mánudagskvöldið.

Þetta
eru gríðarlega mikilvægir leikir fyrir okkur ætlum við okkur að vera í
toppbaráttu deildarinnar og því þurfa allir að leggja lóð á skálarnar og mæta
til að hvetja strákana.  Við FH-ingar erum þekktir fyrir magnaða stemmningu í
Krikanum þegar vel er mætt og því þurfum við að ná.

Við hvetjum alla til að mæta á fimmtudaginn en leikurinn verður í boði Bónus að því tilskyldu að framvísað sé kassakvittun úr versluninni.

Að sjálfsögðu verða grillaðir hamborgarar á staðnum og því upplagt að mæta
tímanlega með fjölskylduna og fá sér hammara og kók í kvöldmat.