Kæru FH-ingar,
 
Ég vil fyrir hönd leikmanna þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn í leiknum á móti Haukum, það var frábært að sjá Krikann troðfullan af fólki saman komnu til að skemmta sér. Þá vil einnig enn og aftur hrósa þeim er sjá um umgjörð leikja -hún gerist vart betri. Úrslitin voru okkur auðvitað öllum vonbrigði en það þýðir lítið annað en að spýta í lófana, halda áfram baráttunni með höfuðið uppi og stefna á sigur í næsta leik. Um leið vil ég nota tækifærið og hvetja alla til þess að mæta og styðja stelpurnar til sigurs gegn Fram í bikarleiknum á morgun.
 
Fyrir hönd m.fl. kk,
Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði