FH-leikur gríðarlega mikilvægan leik gegn Akureyringum í íþróttahöllinni á Akureyri annað kvöld. Leikmenn FH-liðsins koma væntanlega til leiks fullir sjálfstrausts eftir öruggann sigur gegn erkifjendunum úr Haukum í síðasta leik.

Akureyringar eru 1 stigi á  undan FH-ingum í deildinni en sigri FH-ingar komast eiga sætaskipti og kemst FH-liðið þá í 2.sætið.

Von er á 30 manna hópi Egilsstaðabúa í íþróttahöllina á Akureyri á  morgun og lofar þjálfari knattspyrnuliðs bæjarins, Jón Páll Pálmason, að það verði allt stuðningsmenn FH. Þess má svo geta að æfingu fótboltaliðsins var flýtt vegna leiksins, hún verður klukkan 6.15 á fimmtudagsmorgun í staðinn fyrir 18.15 um kvöldið.

Menntaskólinn á Egilsstöðum heldur úti valáfanga fyrir nemendur sem er handbolti. Þessir krakkar ætla allir að fara saman ásamt kennara sínum á leikinn. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, mun ræða taktíkina fyrir leikinn með hópnum og því má ætla að hópurinn verði á bandi FH-inga.