FH og Haukar mætast í Krikanum á fimmtudagskvöld

Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvernig leikirnir í 3. umferð deildarkeppninnar í handknattleik röðuðust, enda er þriðja umferðin vafalaust sú sem að skiptir mestu máli í lok móts, góð úrslit eins liðs í efri hlutanum getur ráðið úrslitum. Möguleikarnir á stórleik voru ágætir, og sú varð raunin. Svo fór nefnilega að Hafnarfjarðarrisarnir, FH og Haukar, drógust saman í fyrsta leik 3. umferðar og munu því leika í Kaplakrika fimmtudaginn næsta, þann 11. mars. Þetta er upphitun fyrir þennan stórleik sem að mun vafalaust verða hin besta skemmtun, eins og allir leikir liðanna til þessa.


Haukar koma í heimsókn í Krikann í 3ja sinn í vetur.

Haukar
Nágrannar okkar í Suðurbænum, Haukarnir, sitja á toppi deildarinnar þegar fyrstu 2. umferðunum er lokið með 24 stig, 6 stigum á undan Akureyri sem að er í 2. sæti og 7 stigum á undan HK-ingum og svo FH, sem að eru í 3-4 sæti. Þeir hafa unnið 11 leiki, gert 2 jafntefli en tapað einungis einum leik hingað til.

Okkar menn þurfa að eiga algjöran toppleik til að skáka Haukum, það er deginum ljósara. Haukar virka gríðarsterkir, hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum og eru með nokkuð öruggt forskot á toppi deildarinnar á meðan liðin þar fyrir neðan hafa verið að reyta stig hvort af öðru. Þeirra helstu kennileiti eru m.a.s. sterk vörn, góð markvarla og svo rétthentu skytturnar þeirra, þeir Sigurbergur Sveinsson og Björgvin Hólmgeirsson.

Síðasti leikur Hauka í deildinni var gegn Gróttu úti á Seltjarnarnesi. Þar unnu þeir 4ra marka sigur, 22-26. Markahæstur Hauka í leiknum var Sigurbergur Sveinsson, en hann skoraði alls 11 mörk.

Síðasti leikur liðanna
Leikurinn er sá fjórði sem að liðin leika í vetur, en í öllum leikjunum hafa Haukar farið með sigur af hólmi. Síðasti leikur liðanna var æsispennandi en honum lauk með eins marks sigri Hauka, 24-25.


FH-ingar ætla sér sigur og ekkert annað en sigur í grannaslagnum.

FH
Lið FH situr nú í 3-4 sæti deildarinnar ásamt HK með 17 stig, heilum 7 stigum á eftir toppliði Hauka sem að verður einmitt andstæðingur FH-inga á fimmtudagskvöldið. Liðið hefur unnið 8 leiki, gert 1 jafntefli en tapað 5 leikjum.  

Síðasti leikur FH-liðsins var gegn Fram í Safamýrinni og endaði sá leikur með óvæntu tapi, 31-30. Bjarni Fritzson átti flottan leik, skoraði 11 mörk.


Bjarni Fritzson – 11 mörk í síðasta leik!

Það er á allra vitorði að lið FH er sterkt, á pappírum og á velli. Það fer þó heldur ekki á milli mála að leikir liðsins geta verið með eindæmum kaflaskiptir; leiki liðið eins vel og það getur á það séns í hvaða lið sem er í deildinni , leiki liðið illa er ótrúlegt hve auðveldlega liðið tapar leikjum sem það á að vinna. Svona hefur þetta gengið fyrir sig í vetur, strákarnir hafa verið góðir en þó aldrei náð að sýna sitt allra besta.

Vilji FH-ingar vinna leikinn verða þeir að spila hraðan sóknarleik og sterkan varnarleik. Detti vörnin í gang er nánast öruggt að markvarslan dettur í gang og þá eru strákunum allir vegir færir.

Hér kemur gullið tækifæri. Leikur í Krikanum, andstæðingurinn ekki af verri endanum, allt geðbilað á pöllunum, fullkomið tækifæri fyrir drengi til að breytast í karlmenn. Ef að strákarnir ætla