Á morgun, þriðjudaginn 27. apríl, fara fram 8. liða úrslit Íslandsmótsins í 3. flokki karla þetta árið. Þá mætast lið FH og Þór Akureyri í Kaplakrika. Ljóst er að um spennandi viðureign er að ræða, enda tvö hörkulið á ferðinni. Við viljum hvetja alla FH-inga til að mæta í Krikann á morgun að styðja strákana okkar, leikurinn hefst kl. 18:30. Áfram FH!