Framkvæmdum í Kaplakrika hefur miðað hægt undanfarna mánuði og mismikill mannskapur hefur verið á staðnum. Mestur hefur gangurinn verið í frjálsíþróttahúsinu og þessa dagana er verið að ljúka við að hífa þaksperrurnar.

Inni er verið að vinna í félagsálmunni og vonast er til að móttaka og starfsmannaaðstaða verði tilbúin á næstu vikum og félagsálman síðar í sumar.

Verið er að styrkja stálið í stálvirkinu í stúkunni og gert er ráð fyrir að þeim verkþætti verði lokið fyrir fyrstu heimaleiki úrvalsdeildarliðanna okkar í knattspyrnu. Hins vegar er ekki er hægt að segja til með vissu á þessari stundu hvenær þakið verður sett á.