Hinn gamaldreyndi og goðsagnakenndi miðjumaður okkar FHinga í handbolta, Guðjón
Árnason, hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari mfl karla. Guðjón þjálfaði
liðið í vetur ásamt Einari Andra Einarssyni, en eins og flestir vita verður
Einar áfram þjálfari liðsins ásamt Kristjáni Arasyni sem hefur verið ráðinn
íþróttastjóri meistaraflokks karla.

Guðjóni er þakkað góð störf í vetur og óskað velfarnaðar. Handknattleiksdeildin og félagið fá vonandi að njóta starfskrafta hans í framtíðinni.