Hinn gamaldreyndi og goðsagnakenndi miðjumaður okkar FHinga í handbolta, Guðjón
Árnason, hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari mfl karla. Guðjón þjálfaði
liðið í vetur ásamt Einari Andra Einarssyni, en eins og flestir vita verður
Einar áfram þjálfari liðsins ásamt Kristjáni Arasyni sem hefur verið ráðinn
íþróttastjóri hjá meistaraflokks karla.

Guðjóni er þakkað góð störf í vetur og óskað velfarnaðar. Handknattleiksdeildin og félagið fá vonandi að njóta starfskrafta hans í framtíðinni.