Logi Geirsson hefur ákveðið að flytja heim frá Þýskalandi og ganga í raðir FH.
Logi sem klárar samning sinn við þýska stórliðið Lemgo í vor hefur ákveðið að koma aftur á heimaslóðir og spila með FH liðinu á næsta tímabili. Þetta er auðvitað gríðarlegur fengur fyrir okkar unga og efnilega lið og ljóst að með Loga innanborðs verður liðið afar óárennilegt.

Blaðamannafundur verður haldinn í dag 13. apríl kl 13 upp í nýrri og glæsilegri aðstöðu FH í Kaplakrika. Þar verður Logi formlega kynntur til leiks. FHingar eru eindregið hvattir til að mæta og sjá og hitta kappann.

FH.is býður Loga hjartanlega velkominn aftur heim.