Hafnarfjörður, 8.apríl  2010

Ágæti FH-ingur, núverandi og fyrrum Muggsfélagi,

Eins og stuðningsmenn handknattleiksdeildar FH vita, þá er baráttan í efstu deild búin að vera gríðarlega erfið og ekkert gerfið eftir á meðal þeirra bestu. Við Muggarar gerum að sjálfsögðu þær kröfur til okkar manna að þeir standi undir nafni og sjái til þess að handknattleiksdeild FH verði  til frambúðar í efstu deild. Það að spila í efstu deild er krefjandi og kostnaðarsamt fyrir þá sem vinna það óeigingjarna starf að halda utan um rekstur handknattleiksdeildar FH það er að segja stjórnarmenn og þá sem starfa utan stjórnar.

 

En þar komum við félagsmenn Muggs inn í myndina. Eins og ykkur er öllum kunnugt um þá er markmið Muggs að vera stuðningsaðili við meistaraflokka FH ( karla og kvenna ) þar sem hver félagi greiðir ákveðið mánaðagjald til félagsins. Fjármagn þetta er notað til að styðja við bakið á meistaraflokkum FH í handknattleik.

 

Stjórn Muggs hefur gert samstarfssamning við Gott Kort  sem gæti styrkt fjárhag handknattleiksdeildar FH til muna og hjálpað þannig þeirri góðu uppbyggingu sem þar á sér stað.

Hvað er GottKort?  GottKort er í raun tvö mismunandi kort. Þú getur valið um Kreditkort  eða Plúskort sem þýðir að flestir geta fengið kort með þeim afsláttum og fríðindum sem eru í boði.  Plúskortið er fyrirframgreitt kort þar sem þú leggur inn á það og eyðir aldrei meira en þú átt auk þessa ber kortið engin færslugjöld. Þannig er hægt að spara sér mörg þúsund krónur. (sjá nánar afslætti á www.GottKort.is).

Það eina sem  félagsmenn þurfa að gera er að sækja um GottKort á heimasíðu Muggs www.fh.is/muggur   og smella á vefsóðina  www.GottKort.is/soluadilar/G07 .   G07 stendur fyrir samningsnúmeri Muggs hjá GottKort og því mikilvægt að það skráist rétt svo styrkveiting berist Mugg.

 

Ef áhugi er fyrir hendi um frekari stuðning þá er GottKort jákvæð viðbót sem hjálpar ekki eingöngu Mugg heldur einnig gríðarlegur ávinningur fyrir þig kæri félgasmaður í formi afslátta hjá fjölda fyrirtækja. Allar nánari upplýsingar um samstarfið er að finna á heimasíðu félagsins www.fh.is/m