Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Hauka á Ásvöllum í 4. umferð Lengjubikars kvenna. 

Leiknum lauk með 2-0 sigri Hauka en mörkin komu bæði á síðasta stundarfjórðunginum.  Það var líkt með báðum mörkunum að þau koma  eftir mistiök í vörn FH.  Sonja Guðmundsdóttir og Sara Jordan skoruðu mörk Hauka.

FH-stelpurnar náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar og það var mál manna að deyfð væri yfir liðinu.  Allan kraft vantaði í miðjuspilið og sóknina.

Síðasti leikur FH er gegn ÍBV á frídegi verkalýðsins, þann 1. Maí, næstkomandi kl. 14:00.