Ana Rita Andrade Gomes hefur gengið til liðs við kvennalið FH í knattspyrnu. Ana Rita er portúgölsk og á að baki fjölda landsleiki fyrir Portúgal. Hún hefur leikið undanfarnar þrjár leiktíðir fyrir ÍR hér á landi. Með ÍR lék hún 45 leiki og skoraði 10 mörk. Ana Rita er á 34 aldursári og þar með elsti leikmaðurinn í Pepsí-deildinni á þessari leiktíð. Fyrir hjá FH eru tvær löndur hennar Liliana Martins og Joana Pavao. Það er mikill fengur fyrir hið unga og efnilega lið FH að fá til liðs við sig jafn reynslumikinn leikmann og Ana Rita er.