Á undanförnum vikum hafa liðin okkar á Íslandsmótinu í handknattleik lokið keppni eitt af öðru. Árangur liðanna hefur verið gríðargóður og hafa nokkur lið unnið til verðlauna.

Um þessa helgi unnu FH-ingar þrjá Íslandsmeistaratitla, í 5. flokki karla (eldra ári), 5. flokki kvenna (eldra ári) og 6. flokki karla (eldra ári). Auk þess vann 3. flokkur karla til bronsverðlauna.

Um síðustu helgi varð 6. flokkur karla (yngra ár) Íslandsmeistari og þar að auki vann 5. flokkur kvenna (yngra ár) til silfurverðlauna. Að lokum vann A-lið 4. flokks karla til silfurverðlauna eftir jafnan og spennandi úrslitaleik gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi fyrir 3 vikum síðan.

Það er því ljóst að efniviðurinn í yngri flokkunum í Kaplakrika er gríðarmikill og góður og lofar góðu fyrir framtíðina. Áfram FH!