Nú þegar handknattleiksverktíðin fer að hefjast þá langar
handknattleiksdeild FH að hvetja alla FH-inga til að fjölmenna á
laugardalsvöllinn á laugardaginn kl 14:00. Þar geta strákarnir í
fótboltanum tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Deildin hvetur einnig
alla FH-inga til að fullkomna helgina með
því að fjölmenna á leik FH gegn Haukum í Pepsídeild kvenna á Sunnudag
kl. 14:00, en með sigri geta stelpurnar haldið sæti sínu í
Pepsídeildinni.

Á svona mikilvægum dögum þá má enginn alvöru FH-ingur láta sitt eftir
liggja, því skorar handknattleikdeild á FH-inga að mæta í laugardalinn
og hvetja þá yfir síðusta hjallann.

Handknattleiksdeild sendir strákunum og stelpunum í mfl baráttukveðjur
og vonast eftir að enn einn Íslandsmeistaratitillinn skili sér í
Kaplakrika, og FH verði með lið bæði í Pepsídeild karla og kvenna á
næstu leiktíð.

Áfram FH