Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin þjálfari 2. fl. kv. í fótbolta til næstu tveggja ára. Um leið mun hún vera Helenu Ólafsdóttur innan handan við þjálfun meistaraflokks félagsins.

Guðrún Jóna sem er með UEFA-A þjálfarastig og hefur leikið 360 leiki með meistafl. KR og 25 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Undan farin ár hefur hún þjálfað mfl. Aftureldingar og KR við góðan orðstír.

FH-ingar bjóða Guðrúnu velkomna til starfa og binda miklar vonir við hennar störf á komandi undirbúningstímabili.