FH tryggði sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í
handknattleik karla. Strákarnir unnu 1. deildarlið Gróttu 30:23 á
Seltjarnarnesi. Seltirningar voru sterkir og tókst að hanga lengi
vel í leiknum en í hálfleik var staðan 13:13.

Óli Guðmunds var
drjúgur að vanda og skoraði 11 mörk og Ásbjörn Friðriks gerði 8. Hjá
Gróttu skoraði Hjalti Þór Pálmason mest eða 9 mörk og Hjálmar Árnason
var með 6.

Góð úrslit hjá strákunum og mikill bati á leik liðsins í síðustu tveimur leikjum.