Kæru FH-ingar.. N1 deild karla rúllar af
stað aftur eftir jóla og landsleikja frí. FH liðið sem er sem stendur í
3.sæti deildarinnar og mætir liðinu í 2.sæti, Fram. Leikurinn fer fram í
Safamýrinni klukkan 19.30 á Fimtudaginn næsta.

Strákarnir þurfa á
öllum stuðningi að halda og hvetjum við fólk til að mæta og styðja við
bakið á liðinu. FH strákarnir eru í bullandi séns til þess að koma sér
aftur á beinubrautina og upp við toppinn. Með sigri þétta þeir topp pakkan
og komast upp að hlið Fram með 16 stig. Akureyri er á toppnum með 19
stig.

Einsog áður sagði verður leikurinn í Safamýri klukkan 19.30 næst komandi Fimtudag. Undirritaður skrifar fyrir hönd allra starfsmana FH.is að við hvetjum alla til að leggja leið sína í Safamýrina!