1.Sæll Ási. Hvernig leggst leikurinn gegn Aftureldingu í þig?
Ási: Mjög vel eins og allir leikir. Við erum búnir að spila vel í seinustu leikjum eins og Afturelding þannig að þetta verður skemmtilegur leikur.

2.Nú spiluðiði fínan leik gegn Fram hvað er það sem þið getið tekið úr þeim leik ?
Ási: Við getum tekið mörg góð atriði úr þeim leik. Við spiluðum til dæmis góða vörn á löngum köflum og vorum að opna vörnina þeirra vel þannig að við getum byggt á þessum þáttum.

3.Er eitthvað sérstakt sem þið hefðuð getað gert betur í leiknum gegn Fram?
Ási: Já það er alltaf hægt að gera betur, til dæmis klikkuðum við alltof mikið af góðum færum í seinasta leik og þar fór ég sennilega fremstur í flokki. En það jákvæða við það að við vorum allavega að koma okkur í góð færi og þó svo að þau hafi ekki öll nýst skoruðum við vel yfir 30 mörk.

4.Gefur það auka boost að vera komnir í annað sætið og með sigur í síðasta leik?
Ási: Já sigur gefur liðum alltaf aukið sjálfstraust. En í raunninni erum við að spila upp á það núna að tryggja okkur í úrslitakeppni og viljum að sjálfsögðu halda þessu öðru sæti sem gefur heimaleik í undanúrslitum.

5. Við hverju má búast af Aftureldingar-mönnum ?
Ási: Afturelding á eftir að berjast eins og ljón á morgun enda með mikið sjálfstraust eftir að hafa unnið Fram og Hauka í seinustu tveimur leikjum. Þeir eru með þétta vörn og keyra hraðaupphlaup allan leikinn.

6. Hvernig eru leikmennirnir stemmdir fyrir leikinn? Eru allir heilir?
Ási: Við erum mjög vel stemmdir og höfum æft mjög vel frá seinasta leik. Það eru allir heilir sem hafa verið að spila seinustu leiki þó svo að það sé smá hnjask hér og þar.

7. Afturelding eru frægir fyrir sinn stuðningshóp, eru ekki einhver lokaorð sem þú villt koma til FH-inga?
Ási: Jú ég vonast bara eftir góðum stuðningi eins og hefur verið á flest öllum leikjunum okkar í vetur. Hef engar áhyggjur af því að það heyrist ekki í FH-ingunum þó svo að Mosómenn reyni að öskra eitthvað.