Þær Viktoría Valdís og Guðrún Höskuldsdóttir eru boðaðar til æfinga með U17. Þær stöllur eru báðar miðjumenn úr 3. fl. og hafa áður fengið tækifæri til að æfa með liðinu.

Þá eru þær Aldís Kar, Sigrún Ella og Birna Berg boðaðar til æfinga með U19. Þær hafa allar leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Sú síðastnefnda er samningsbundin FH en hefur verið lánuð til ÍBV og leikur með þeim á komandi tímabili.