Nú er önnin hálfnuð í íþróttaskóla FH og því ætlum við að bjóða það sem
eftir er af önninni á hálfvirði, 4000 kr, fyrir þá sem byrja frá og með
laugardeginum 12. mars.

Það er því um að gera að kíkja við, prófa og í framhaldinu skrá sig í íþróttaskóla FH.

Skráning á staðnum!

Í
íþróttaskóla FH gefst 2 til 5 ára börnum kostur á að hreyfa sig í
skemmtilegu umhverfi undir leiðsögn reyndra þjálfara og foreldra.

Skólatími er á laugardögum:
2 og 3 ára börn eru frá kl: 9:30 – 10:30.
4 og 5 ára börn eru frá kl: 10:30 – 11:30.

Vonumst til að sjá einhver ný andlit í næstu tímum 🙂

Kv. Kennarar íþróttaskólans