FH-ingar og Selfyssingar gerðu jafntefli, 30-30, er liðin mættust í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrr í kvöld. Nánari upplýsingar um leikinn hafa ekki borist, enda voru fréttamiðlar landsins ekki viðstaddir á leiknum auk þess sem að opinber leikskýrsla er ekki komin á netið og því er ekki hægt að segja til um markaskorara og markvörslur.

Eftir leik kvöldsins hafa FH-ingar þriggja stiga forskot á lið Fram sem situr í 3. sæti deildarinnar, FH-ingar eru með 26 stig en Framarar með 23, og eru nú tvær umferðir eftir af mótinu. FH-ingum dugði stig til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og þar sem þeir náðu því er ljóst að þeir eru enn með í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn! Það þýðir þó ekki að leikirnir sem eftir eru séu tilgangslausir – FH-ingar verða að vinna a.m.k. einn leik í viðbót til að tryggja sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni, sem er mikilvægt. Það er því ljóst að FH-ingar eru hvergi nærri hættir.

Næsti leikur FH-liðsins er vægast sagt stórleikur. Þá mæta nágrannar okkar í Haukum í heimsókn í Kaplakrikann í annað sinn í vetur. Í fyrra skiptið unnu þeir með níu mörkum. Nú er kominn tími á hefndir. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn og er kl. 19:30, en nánar verður ritað um leikinn á næstu dögum.

Við erum FH!

Staðan í deildinni eftir leiki umferðarinnar:

 

Nr. Félag Leik U J T

About The Author

Fimleikafélag Hafnarfjarðar

Skráðu þig á póstlistann

Error: Access Token is not valid or has expired. Feed will not update.
This error message is only visible to WordPress admins

There's an issue with the Instagram Access Token that you are using. Please obtain a new Access Token on the plugin's Settings page.
If you continue to have an issue with your Access Token then please see this FAQ for more information.

FH-ingar á Instagram

Fylgstu með okkur

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!