Framundan er úrslitaviðureignin um montréttin í firðinum því
fimmtudaginn 31. mars mætast FH og Haukar í Kaplakrika og það verður án
efa flugeldasýning af bestu gerð.   Staðan í viðureignum liðanna í vetur
er 1:1 og nú v er stoltið að veði.

Það verður mikið um að vera fyrir leik og má þar nefna að feðgarnir
Viggó Sigurðsson og Jón Gunnlaugur grilla hamborgara og BRATWURST pylsur
að hætti Kiel.  Hljómsveitin The Assassin of a Beautiful Brunette
skapar rífandi stemningu og Kaninn 100,5 verður á staðnum.   Andlitsmálun verður í boði fyrir alla krakka og allir geta unnið sér inn bíómiða sem klára púttþrautina sem PROGolf verður með á staðnum.  EAS ætlað að hlaða byssurnar og veita ráðgjöf.

Fyrir leikinn mun Herbert Guðmundsson hita salinn og hver veit nema óvænt atriði líti dagsins ljós.

Í hálfleik verður bónus skotið og Karlaklefinn mætir með áskorun.

Það verður sannkölluð hátíðarstemning í Kaplakrika eins og ávalt þegar stórveldin í Hafnarfirði eigast við.  Mætum öll í svörtu og hvítu og fyllum kofann. 

Það verður KREISÍ KRÁT Í KRIKANUM end JÚ KENT VOK OVEI.