fh.is náði tali af Ásbirni Friðrikssyni, sem nýverið fékk viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður síðasta þriðjungs deildarinnar.

Sæll Ási. Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig?
Hún leggst bara ljómandi vel í mig sem og liðið í heild sinni. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið en það hjálpar okkur ekkert í undanúrslitunum að öðru leyti en því að við komum með gott sjálfstraust inn í þessa seríu gegn Fram.

Hver er helsti styrkleiki Framara ?
Ég myndi segja að þeirra helsti styrkleiki væru hraðaupphlaup og seinni bylgja enda hefur verið skorað mikið í flestum leikjum Fram í vetur. Annars eru þeir með vel mannað lið og geta spilað á mörgum mönnum sem er kostur þegar svona stutt er á milli leikja.

Þið spiluðuð mjög vel í þriðju umferð, var það vegna þess að menn voru að snúa til baka úr meiðslum?
Það spilar örugglega inn í það. Það eru náttúrulega fleiri þættir sem koma þarna inn í líka eins og að vörnin hefur verið að smella leik eftir leik og sóknarleikurinn er að verða yfirvegaðri og betri með hverjum leiknum sem við spilum. Svo er það bara undir okkur komið að halda því áfram núna í úrslitakeppninni.

Til hamingju með að vera kjörinn besti leikmaður síðustu umferðar, þetta hlýtur að vera mikill heiður?
Það spilar örugglega inn í það. Það eru náttúrulega fleiri þættir sem koma þarna inn í líka eins og að vörnin hefur verið að smella leik eftir leik og sóknarleikurinn er að verða yfirvegaðri og betri með hverjum leiknum sem við spilum. Svo er það bara undir okkur komið að halda því áfram núna í úrslitakeppninni.

Við þökkum Ása kærlega fyrir spjallið