Laugardaginn 9. apríl n.k. er Kaplakriki upptekinn.  Því tökum við
stefnuna á Heiðmörk, förum þar í góðan göngutúr/ratleik, þar sem finna
þarf m.a. þekktar persónur frá Disney.
Útitímarnir í Heiðmörk undanfarin ár hafa heppnast mjög vel, sama hvernig hefur viðrað – munum bara eftir að klæða okkur rétt!
Við hittumst á bílastæðinu við Trjásýnilund í skóginum kl. 10:00.

Bestu kveðjur, kennarar íþróttaskólans.