FH – Akureyri (leikur 4)

Það verður svo sannarlega mikið um að vera miðvikudaginn 4. maí 2011 kl. 19:30 þegar FH tekur á móti Akureyri í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni N1 deildar karla. Staðan í einvíginu er 2 – 1 fyrir FH sem getur með sigri á miðvikudag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.  Fer þessi dagur í sögubækurnar sem dagurinn þegar FH vinnur sinn fyrsta titil í 19 ár ?  Fer þessi dagur kannski í sögubækurnar sem dagurinn þegar áhorfendametið í Kaplakrika féll ?  

Mættu snemma og leggðu þitt af mörkum, því með þínum stuðningi getum við skrifa söguna. Miðasala hefst kl. 17 og dagskrá hefst kl. 18.  Ekki missa af því þegar Jói Skagfjörð, handboltakynnir íslands, keyrir upp stemninguna svo að áhorfendur heima í stofu verða að halda sér fast í sófann. 

Einar Bárðar og félagar verða á grillinu á meðan Júlla diskó mun sjá um tónlistina ásamt Jóa Skag og Krissa.  En þeir félagar eiga einmitt heiðurinn af  nýjasta FH laginu “Fram til sigurs”. 

Videoauglýsing


ÁFRAM FH.