Til hamingju allir FH-ingar með Íslandsmeistaratitil meistaraflokks
karla í handbolta. 

Dagurinn í gær fer í sögubækurnar sem dagurinn þegar
FH varð íslandsmeistari eftir 19 ára bið. 

Dagurinn í gær fer líka í sögubækurnar sem dagurinn þegar áhorfendametið frá 1992 féll. 

Dagurinn í gær var dagurinn þegar allir FH-ingar svöruðu kalli og fylltu Kaplakrika.

Til hamingju leikmenn, starfsmenn, sjálfboðaliðar, áhorfendur og stuðningsmenn. 
Þetta var dagurinn okkar.

TIL HAMINGJU FH-INGAR OG TAKK FYRIR STUÐNINGINN.