Á föstudagskvöld verður mikið fjör í krikanum en þá munu Íslandsmeistarar FH leika við u – 19 ára landslið Íslands. Leikurinn er undirbúningsleikur fyrir landsliðið en þeir halda til Svíþjóðar í opna Evrópumótið. Með U – 19 ára liðinu leika FH – ingarnir Ísak Rafnsson, Magnús Óli Magnússon og Sigurður Ingiberg Ólafsson.

Í þessum leik mun Óli Guðmundsson sem átti frábæra leiktíð fyrir FH og átti gríðarlega stóran þátt í fyrsta meistaratitli félagsins í 19 ár spila sinn síðasta leik í bili fyrir félagið en hann heldur í víking til Danmerkur og gengur til liðs við AG Kaupmannahöfn.

Af þessu tilefni ætlar önnur FH stjarna Aron Pálmarsson sem leikur með þýska stórliðinu Kiel að spila með FH. Gaman verður að sjá þessa félaga aftur saman á vellinum í FH búningnum en þeir hafa leikið hlið við hlið frá fyrstu tíð með FH.

Leikurinn fer fram á föstudagskvöld kl. 18:00 og er opið hús og frítt inn fyrir alla áhugasama.

Ungir aðdáendur geta svo fengið að spjalla við Óla og Aron að leik loknum.