FH-ingar mæta portúgalska liðinu CD Nacional í Evrópukeppninni í Kaplakrika nk.
fimmtudag, 14. júlí. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Bæði lið sátu yfir í fyrstu umferð Evrópukeppninnar og koma nú inn í aðra umferð.

Óhætt er að segja að CD Nacional sé fjölþjóðlegt lið því þar innanborðs er fjöldi
Brasilíumanna, Króata, Slóvena og Angólamanna auk Portúgala. Liðið endaði í sjötta sæti
portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili, en sú deild er gífurlega sterk, enda voru þrjú
portúgölsk lið í fjögurra liða úrslitum Evrópukeppninnar sl. vor og Porto hafði þar að lokum
sigur. Þess má geta að CD Nacional er uppeldisfélag leikmanns Real Madrid, Christiano
Ronaldo.

Til marks um áhuga Portúgala á leiknum við FH á fimmtudagskvöldið verður hann sendur út í
beinni sjónvarpssendingu til Portúgal.

Sem fyrr segir hefst leikurinn í Kaplakrika nk. fimmtudagskvöld kl. 19.15. Miðaverð er kr.
2.000, en 1.500 kr. fyrir Bakhjarla. Frítt er fyrir 16 ára og yngri.