FHingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða í karlafllokki og í kvennaflokki mjög óvænt um helgina á Selfossi. Í karlaflokki var sigurinn mjög öruggur en þar fékk FH rúm 20000 stig og liðið í öðru sæti rúm 11000 stig. Í kvennaflokki var hörð barátta og sigruðu FHkonurnar með 13966 stigum, HSK/Selfoss 12697 og ÍR 12535 stig. Í heildarstigakeppninni var sigurinn mjög öruggur. Þá sigruðum við FHingar í 14 greinum af 37, sem er stórgóður árangur og 10 silfurverðlaun unnust ennig.  Keppni fór fram við erfiðar aðstæður, en mótahaldið var til fyrirmyndar. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður voru margir einstaklingar að ná góðum árangri. Kristinn Torfason vann besta afrek í karlaflokki, þegar hann stökk 7,82 m í langstökki, þá kastaði Bergur Ingi sleggjunni yfir 70 metrana og Óli Tómas Freysson hljóp 100 metrana á 10,41 sek, sem er líklega hraðasti tími Íslendings, en vindur var of mikill.