Krakkarnir í eldri hópnum þreyttu knattþrautir KSÍ þar sem mæld er hæfni í sendingum, skotum, sendingum, sköllum, knattraki og að halda á lofti. Krakkarnir stóðu sig með prýði en stigahæstur hjá strákunum var Gunnar Óli Björgvinsson en hjá stelpunum var Melkorka Knútsdóttir fremst í flokki. Þau fengu að launum glæsilega Select-bolta frá Altis á Bæjarhrauni þar sem FH-ingurinn Teddi Sig ræður ríkjum. Í Altis fæst mikið úrval af fótboltaskóm, boltum, legghlífum ofl.