Föstudaginn 24. ágúst síðastliðinn fór Golfmót FH fram með pompi og prakt. Þátttakan var góð en 91 FH-ingur tók þátt í mótinu að þessu sinni. Helgi Runólfsson stóð sig best allra og hlaut að viðurkenningu sæmdarheitið Golfari FH. 

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna og fóru leikar þannig að í kvennaflokki fór Bryndís Sighvatsdóttir með sigur af hólmi en í karlaflokki varð Tómas Leifsson hlutskarpastur.

Tvenn ný verðlaun litu dagsins ljós á mótinu, annars vegar var Birgisbikarinn veittur til minningar um Birgir Björsson fyrverandi leikmann, fyrirliða og þjálfara hjá Fimleikafélaginu. Birgisbikarinn er veittur fyrir það að vera næst holu á 10. braut og var það Haukur Ingi Hjaltalín sem komst næst. Hins vegar var farandsgripurinn Hermanninn veittur til þess sem mætti í flottasta FH gallanum á mótið, Hermanninn er veittur til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson fyrrverandi stjórnarmann í Gaflaradeild FH. Árni Guðmundsson fékk Hermanninn fyrstur manna og það heldur betur verðskuldað því hann skartaði afar glæsilegri sérsaumaðri FH húfu.

Tengil á myndir frá mótinu má finna á vefsíðu Dalla http://www.dalli.is eða með því að fara beint HINGAÐ