Klukkan 13.00 á gamlársdag verður útnefndur við hátíðlega athöfn, íþróttamaður FH fyrir árið 2012. Er öllum boðið að mæta á svæðið og eiga skemmtilega samverustund á síðasta degi árins í félagsskap góðra FH-inga og mun aðalstjórn FH bjóða upp á léttar veitingar.

Að auki mun Íþrótta- og afrekssjóður barna Hrafnkels tilkynna hvaða deild innan FH þeir ætla að styrkja og mun Hlynur Sigurðsson kynna það betur.

 

Kveðja, 

Aðalstjórn

 

Hér er Ólafur A. Guðmundsson sem var valinn íþróttamaður FH árið 2011.

Ólafur Guðmundsson