Deildarbikarmeistarar 2013

 

Það er óhætt að segja að FH – ingar byrji árið 2013 með stæl. Um helgina var spilað var um fyrsta titil tímabilsins í hinu sögufræga Íþróttahúsi Strandgötunnar. Þar mættustu þau fjögur lið sem hafa náð bestum árangri fyrri part tímabilsins. FH – ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu bæði Akureyri og Fram í undanúrslitum og úrslitum um helgina og fögnuðu því fræknu sigri. FH liðið lék vel um helgina og átti sigurinn virkilega skilið. Allir leikmenn liðsins virka í góðu formi og margir eru að skila góðu verki inn á vellinum en fyrst og fremst er það þó liðsheildin og leikgleðin sem skín af mönnum.

Þessi sigur gefur vonandi góð fyrir heit fyrir framhaldið en fyrsti leikur FH eftir áramót er einmitt á mánudag í Kaplakrika þegar UMFA kemur í heimsókn. Nánar um það síðar í vikunni.