FH-ingar eru deildarbikarmeistarar árið 2013 eftir sigur á Fram í framlengdum og afar kaflaskiptum leik. Lokatölur voru 28-27 FH í vil, en hornamaðurinn og fyrrum Framarinn Einar Rafn Eiðsson tryggði FH-ingum sigur með marki úr vonlausu færi sekúndu fyrir leikslok. FH-ingar voru með tögl og haldir lengst af í leiknum en Framarar sýndu frábæra baráttu og knúðu fram framlengingu. Það kom hins vegar ekki að sök fyrir FH-inga, sem tryggðu sér deildarbikarinn með áðurgreindum hætti.

heimild: handbolti.org