Hið árlega Herrakvöld FH verður haldið 5. apríl í veislusalnum Sjónarhól. 
Húsið opnar kl 19:00 og hefst þá skipulög dagskrá. 
Veislustjórnun er í höndum Hraðfrétta-félaga og lofa þeir trylltu prógrammi. 
Nýjung verður á Herrakvöldinu þegar kynntir verða nýjir leikmenn og þjálfarar meistaraflokks teknir í létt spjall. Því næst verður boðið upp á gourmet kjötveislu frá dómarasleggjunni Kidda Jak. Landsliðskokkurinn Jóhannes Jóhannesson sér um eldamennskuna og varla hægt að fá færari mann í heldhúsið. Tómas Ingi Tómasson aðstoðarþjálfari U-21 heldur létta tölu og segir skemmtilegar sögur. Haldið verður veglegt uppboð á treyjum og verða glæsilegar treyjur boðnar upp.

Við hvetjum alla alvöru FH-inga til að fjölmenna á þennan skemmtilega viðburð og um leið styrkja knattspyrnudeild FH. 

Við erum FH