Leikirnir verða ekki mikið stærri en í Krikanum á fimmtudaginn kemur. Þá koma sjóðandi heitir Framarar í Kaplakrika og spila við FH – inga í leik sem ræður úrslitum um hvort liðið fær heimaleikjarétt í úrslitakeppninni en það er ljóst að þessi lið FH og Fram munu mætast í úrslitakeppni N1 deildarinnar sem hefst 13. apríl næstkomandi. Framarar hafa verið gjörsamlega ósigrandi siðustu mánuði og hafa unnið 9 leiki í röð í deildinni.

Nánari umfjöllun og viðtöl koma inn á morgun og miðvikudag.

FH – Fram fimmtudagurinn 21. mars kl. 19:15