3 og 2 flokkur karla leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn á laugardag!


Þó svo að strákarnir í mfl. karla hafi lokið keppni á þessu tímabili þá hafa stjörnur framtíðarinnar í Kaplakrikanum ekki lokið leik. 3 fl. karla og 2 fl. karla karla spila á laugardag til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 
3.flokkur karla mætir gríðarlega sterku liði Gróttu, en þessi lið hafa marga hildina háð síðustu ár og er skemmst frá því að segja að FH strákarnir unnu Gróttu í framlengdum bikarúrslitaleik í mars síðastliðnum og má því búast við æsispennandi leik frá fyrstu til síðustu mínútu. Þeir geta því bæði orðið íslands og bikarmeistarar.
Strákarnir í 2.flokk karla mæta erkifjendunum í Haukum í úrslitaleik á laugardagskvöldið. En þessi sömu lið mættust líka í bikarúrslitunum í mars og höfðu okkar menn sigur í þeim leik. Strákarnir ætla að sjálfsögðu að sjá til þess að bikarinn endi í póstnúmeri 220 í Hafnar