Nú fá strákarnir tvo daga til að safna kröftum og fínstilla einhver atriði áður en þeir halda í Safamýrina á þriðjudag þar sem annar leikurinn í þessari rimmu fer fram. FH-ingar ætla að sjálfsögu að fjölmenna í Safamýrina og gera Framhúsið að heimavelli FH.
Strákarnir sendur kröftug skilaboð til allra FH-inga í dag og sýndu að þeir láta verkin tala á vellinum og nú er það verkefni allra FH-inga að styðja þá í komandi baráttu. Það er leitun að meiri skemmtun heldur en að fylgja liðinu sínu í úrslitakeppninni. Hver man ekki eftir 4 maí 2011 þegar 3000 manns fylltu Kaplakrika.