Sunnudaginn 26. maí fer fram stórleikur FH og ÍA í Pepsídeild karla á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst 19.15 og eru allir FH-ingar hvattir til að mæta og styðja við bakið á liðinu í baráttunni.

 

Við hvetjum yngri flokkana okkar sérstaklega til að mæta á svæðið enda munu þjálfarar yngri flokka henda upp knattþrautum í Risanum frá 18.00 og fram að leik. Ýmis verðlaun verða í boði fyrir krakkana og einnig sérstök foreldraþraut þar sem veglegir vinningar verða í boði fyrir þá sem geta leyst þrautirnar. 

 

Fyrir leik verða hamborgarar á grillinu svo að tilvalið er að fá sér í svanginn í Krikanum áður en leikurinn hefst.

 

Áfram FH!